A poem about the art of standing in a gallery
By Eiríkur Örn Norðdahl
Translated from the Icelandic by Eiríkur Örn Norðdahl
Erased, faded, unblemished, I’m sorry, but I meant to stand here and not become the artwork. Don’t mind me, I just meant to stand here in solitary and not have anything to do with anything, I’m sorry, but I just wanna be alone right now.
I’m sorry, but I refuse to have the art move me. It is extremely sensitive to changes in temperature and I am cold made flesh. It costs fortunes to move. All the cash in an empire of perfume. And I just wish to stand still. Erased. I wish to remain unblemished. Untouched.
I’m sorry but watercolour runs, it flows, it fills, it will not be controlled, checked, I’ve tried and it’s true. And therefore I just wish to stand here and contemplate, I just wish to feel the insides of my pockets while inside the exhibition hall the art―I am sure―rages.
I’m sorry, but I just meant to stand here and not become a part of the collectors hedonism, not become a part of the museums legacy, not be affiliated with a watercolour whose strokes I never stroked, whose meaning I never meant, whose collector I still don’t recollect, whose curator is apparently sorry, well we’re all sorry now, and I wish I was alone, I wish I was dead and there were no watercolours of would-be Taliban in the museum, no watercolours of sinister mice, no untitled watercolours, none of the above.
I’m sorry, but do you feel moved? Do you feel sorry? And if so, what makes you sorry? Were you more moved by Florence―or was it Daniel who made you sad? Was it the would-be Taliban or the crazy little mice? Did they make you laugh? On a scale from one to ten, how much did they make you laugh? Just ha ha, or was it a deeper laugh, more bass than treble, more substance than sound?
I’m sorry, but am I truly sorry? I just wish to stand here and not become colourful, not become drenched, not become filled in, unchecked or blemished, feeling the insides of my pockets, contemplating the vast sums of money flowing through these rooms, unchecked, blemished, bothersome; I just wish to stand here and not become sepia, black and white, not become calligraphic, nailed or hung; I just wish to stand here pretending I don’t have a price tag.
As if anything came without a price tag.
I confess, this is my price tag: feeling sorry, feeling blemished, moved, feeling alone, abandoned, feeling crowded; I wish to get paid in destitution, lonesomeness, a European civil war, and the inescapable death of the art world, a market gone mad, as if it ever were otherwise. I wish to get paid in vile reviews, public floggings and rage. I’m sorry, but am I truly sorry?
Bring me the head of every artist hung, bring me their bleeding hearts, the cirrhosis of their livers and the sweat of their brows; bring me their hard-ons, their hairdos and harelips; bring me their childhood heroes, their dreams, ambitions and vile reviews; I will assemble their anti-CV’s, I will conduct their downfall in symphonic movements, I will deconstruct their narcissistic tendencies and make myself a wholesome career of it, I will get fat, I will get complacent and I will remain sorry, truly sorry.
I’m not truly sorry about Daniel, but I’m truly sorry about Florence. I care for innocent bystanders. I’m not sorry for Florence, I’m sorry for Daniel. I care for those steamrolled by history. Daniel and Florence are sorry about everything. They would like to convey their apologies. I’m just sorry to be a vessel, to be hanging, I’m sorry I became the artwork, half-finished, unwritten, hung and apologised. This is not the art. This is not the payment. The payment is forthcoming along with the travel costs. This is just a text, it has nothing to do with the art work.
I am told that even the museum offends. I am told that the art does not offend but the museum, the museum offends. The art world does not offend, and the markets literally rejoice. I am told the collectors don’t offend but sometimes the artists are unfriendly. This is lamentable. I am sorry. I am sorry anyone is ever unfriendly, it is a horrible state of being. I am sorry the artists are lamentable, I am sorry the watercolours are transparent, I am sorry the fiscal transactions are not visible. I am as sorry for straight lines as I am for crooked ones. I am sorry for the water outside, the ateliers and the wonderful restaurant in the hall. None of this could’ve been prevented, the wheels of history were already in motion, the steamrollers.
All I wanted was to stand here. All I wanted was to soar, alone, disappear into the water, into the color, take the watercolours into the unbuilt sauna and sweat it out, peel of the facades and become the canvas, something as yet unhappened, something erased, faded, something still in the process of unhappening, fading in the cold and the heat, fading in the humidity, the humility, while the markets crumble and everything including the frames encasing everything becomes an endless spiral of death, death, death and death.
And so on and so forth.
Ljóð um list þess að standa kyrr í galleríi
Eiríkur Örn Norðdahl
Ort af tilefni sýningar í Norræna vatnslita-
safninu úr einkasafni Daniels og Florence
Guerlain (af samnefndu ilmvatnsveldi) og
flutt í salnum aftur og aftur í eina klukkustund
Afmáður, þorrinn, flekklaus, mér þykir það leitt en ég ætlaði bara að standa hérna og verða ekki listaverkin. Fáist ekki um mig, ég ætlaði bara að standa hérna einn og hafa ekkert með neitt að gera, mér þykir það leitt, en ég vildi gjarna fá að vera einn núna.
Mér þykir það leitt en ég tek ekki í mál að listin hafi áhrif á mig. Hún er mjög viðkvæm fyrir hitabreytingum og ég er holdið kulda klætt. Kostar óhemju að flytja. Alla seðlana í heimsveldi ilmvatns. Og ég vil bara standa kyrr. Afmáður. Ég vil bara halda mér flekklausum. Ósnertum.
Mér þykir það leitt en vatnslitir renna til, þeir flæða, fylla, þeim verður ekki stýrt né stjórnað, þetta hef ég sannreynt. Og því vil ég bara standa hér og íhuga, ég vil bara þreifa innaná buxnavösum mínum á meðan listin innaní sýningarsalnum―þykist ég vita―er hamstola.
Mér þykir það leitt en ég ætlaði bara að standa hérna og gæta þess að verða ekki hluti af hedónisma safnarans, verða ekki hluti af arfleið safnsins, bindast ekki vatnslitaverkum hverra strokur ég strauk aldrei, hverra meiningar ég meinti aldrei, hverra söfnurum ég man ekkert eftir, hverra kúrator þykir það víst leitt, nú jæja, við erum þá öll leið núna, og ég vildi að ég væri einn, vildi að ég væri dauður og það væru engin vatnslitaverk af tilvonandi talíbönum í safninu, engin vatnslitaverk af ískyggilegum músum, engin vatnslitaverk án titils, ekkert af ofangreindu.
Mér þykir það leitt, en eruð þið hrærð? Eruð þið leið? Og ef svo er, hvað er það sem gerir ykkur leið? Voruð þið hrærðari vegna Florence―eða var það Daniel sem gerði ykkur leið? Voru það tilvonandi talíbanarnir eða sturluðu mýsnar? Fengu þau ykkur til að hlæja? Hversu mikið, á skalanum frá eitt til tíu? Bara haha, eða var það dýpri hlátur, meiri bassi og minna trebl, meiri fylling og minna hljóð?
Mér þykir það leitt, en þykir mér það raunverulega leitt? Ég vil bara standa hérna án þess að verða litríkur, án þess að verða gegndrepa, án þess að verða þakinn, hömlulaus eða flekkaður, þreifandi innaná buxnavösunum mínum meðan ég hugsa um formúurnar sem flæða um þessi herbergi, hömlulausar, flekkaðar, truflandi; ég vil bara standa hér án þess að verða brúnleitur, svartur og hvítur, án þess að verða skrautskrifaður, negldur eða hengdur; ég vil bara standa hérna og láta einsog á mér sé enginn verðmiði.
Einsog slíkt sé einu sinni hægt.
Ég játa, þetta er verðmiðinn minn: að verða leiður, finnast ég flekkaður, hrærður, finnast ég einn, yfirgefinn, finnast að mér þrengt; ég vil fá greitt í örbirgð, einmanaleik, evrópsku borgarastríði og hinum óumflýjanlega dauða listheimsins, þess sturlaða markaðar, einsog aðrir markaðir væru mögulegir. Ég vil fá greitt í fyrirlitlegri gagnrýni, flengingum á almannafæri og heift. Mér þykir það leitt, en þykir mér það raunverulega leitt?
Færið mér höfuð hvers listamanns sem hangir, færið mér blæðandi hjörtu þeirra, skorpulifur og svitann af brám þeirra; færið mér harða limi þeirra, hárgreiðslur og héravarir; færið mér æskuhetjur þeirra, drauma þeirra, þrár og fyrirlitlega gagnrýni; ég skal taka saman andferilskrár þeirra, ég skal stýra falli þeirra í sinfónískum hreyfingum, ég skal afbyggja narsissískar tilhneigingar þeirra og gera mér úr því heilnæman starfsferil; af því skal ég fitna, af því verð ég sjálfumglaður og―enn sem fyrr―leiður, afar leiður.
Ég vorkenni ekki Daniel, ekki í raun, ég vorkenni Florence. Mér stendur ekki á sama um saklausa vegfarendur. Ég vorkenni ekki Florence, ég vorkenni Daniel. Mér stendur ekki á sama um þá sem kremjast undir valtarahjóli mannkynssögunnar. Daniel og Florence þykir þetta allt mjög leitt. Þau vilja biðjast velvirðingar. Mér þykir leitt að vera ílát, að hanga, mér þykir leitt að ég hafi orðið listaverkið, hálfklárað, óskrifað, upphengt, afsakað. Þetta er ekki listin. Þetta er ekki greiðslan. Greiðslan er á leiðinni einsog ferðakostnaðurinn. Þetta er bara texti, hann hefur ekkert með listaverkin að gera.
Mér er sagt að safnið misbjóði. Mér er sagt að listin misbjóði ekki, en safnið, safnið það misbjóði. Listheimurinn misbýður ekki og markaðirnir fagna hástöfum. Mér er sagt að safnararnir misbjóði ekki en stundum séu listamennirnir dónalegir. Það er miður. Mér þykir það leitt. Mér þykir leitt að nokkur sé nokkurn tíma dónalegur, það er skelfilegur veruháttur. Mér þykir leitt að listamennirnir séu miður. Mér þykir leitt að vatnslitirnir séu gegnsæir, mér þykir leitt að fjármálagerningarnir séu ekki sýnilegir. Ég vorkenni beinu línunum jafn mikið og þeim kræklóttu. Ég vorkenni vatninu úti, vinnustofunum og stórfenglegum veitingastaðnum frammi á gangi. Ekkert af þessu var umflýjanlegt, hjól sögunnar voru þegar á ferð, valtarinn, valtararnir.
Það eina sem ég vildi var að standa kyrr. Það eina sem ég vildi var að svífa til himins, einn, hverfa ofan í vatnið, ofan í litinn, taka vatnslitina með mér inn í óbyggða sánuna og svitna þessu öllu út, flysja burt yfirborðið og verða striginn, eitthvað sem enn hefur ekki gerst, eitthvað afmáð, þorrið, eitthvað sem enn er í ferli með að gerast ekki, þverr í kuldanum og hitanum, þverr í rakanum, auðmýktinni, meðan markaðirnir hrynja og allt að meðtöldum römmunum utan um allt breytist í endalausa spíralvindu af dauða, dauða og dauða.
Og svo framvegis og svo framvegis.
Author & Translator
Eiríkur Örn Norðdahl is an award-winning Icelandic writer and translator based in Ísafjörður, Iceland. Long noted as an experimental poet, he has become one of Iceland’s foremost prose writers, and has translated over a dozen books into Icelandic.